top of page
Search

Hvernig virkar greiðslumatsferlið? Greiðslumat er hægt að fá fyrir eða eftir tilboð er gert í eign.


Greiðslumat segir til um þá upphæð sem þú ert fær um að greiða af nýju láni. Matið byggist fyrst og fremst á þínum reglulegu útgjöldum, tekjum og skuldum og er gert til að meta það svigrúm sem fyrir er til að bæta við frekari útgjöldum.

Bráðabirgðagreiðslumat er það mat sem hægt er að fá áður en tilboð er gert í eign og er gott að nota sem viðmið fyrir það hversu dýrar eignir er ráðlagt að skoða. Þá er, rétt eins og við annars konar greiðslumat, leitast til banka, lífeyrissjóða eða annarrar lánastofnunar, og þær upplýsingar sem þú færir fram metnar og á grundvelli þeirra er bráðabirgðagreiðslumat borið fram. Enn einfaldari og hraðvirkari leið getur verið að notast við vefreiknivélar sem margar lánastofnanir hafa komið upp. Þær geta gefið þér hugmynd um þitt greiðslumat og lánabirgði þó nákvæmara mat fáist í beinum samskiptum við lánastofnanir.


Gott að hafa í huga þegar hugað er að greiðslumati:

  • Endanlegt greiðslumat getur tekið allt að nokkrum vikum að skila sér og því er ráðlegt að ganga frá slíku sem allra fyrst.

  • Sömu gögnum þarf að safna saman og skila inn til þeirrar lánastofnunnar sem þú hefur ákveðið að taka lán hjá sama hvort um nýtt lán er að ræða eða yfirtöku á láni.

  • Algengt er að lánað sé fyrir allt að 85% af markaðs­virði íbúðar ef um fyrstu kaup er að ræða en þó er mikilvægt að ganga ekki út frá því þar sem margt getur spilað inn í, t.d. byggingarár húsnæðis.

Gögn sem þarf að hafa á reiðu til að sækja um greiðslumat eru mismunandi eftir lánastofnunum, en til að byrja með eru það eftirtalin skjöl hvort sem um bráðabirgða- eða hefðbundin greiðslumat er um að ræða:

  • Afrit af síðustu þremur launaseðlum. Þessi gögn má nálgast í heimabanka eða hjá vinnuveitanda.

  • Afrit af síðustu skattaskýrslu auk gagna um staðgreiðslu skatta síðasta árið (12 mánuðir). Þessi gögn má nálgast á www.skatturinn.is.

  • Afrit af öðrum skuldum sem kunnu að vera til staðar, sem dæmi: náms- eða bílalán. Þessi gögn má nálgast í heimabanka eða hjá lánastofnuninni sem þau voru fengin hjá.

Hjá flestum lánastofnunum þarf umsækjandinn sjálfur að skila inn gögnunum en þó eru þar undantekningar. Þetta á sér í lagi við um bankastofnanir en Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða

umsækjendum upp á að veita umboð til að sækja upplýsingarnar rafrænt og hjá Arion Banka er allt ferlið orðið rafrænt svo þú getur fengið niðurstöðurnar á örfáum mínum.


Gögn sem þarf að hafa á reiðu ef sótt er um greiðslumat eftir að tilboð er gert í eign:

  • Afrit af kauptilboði, undirritað af seljanda/um og kaupanda/um.

  • Staðfesting á því eigin fé sem lagt verður fram við kaupsamningsgreiðslu, þ.e.a.s. sú upphæð sem lögð er fram til móts við lánið sjálft.

Greiðslumat er fyrsta skrefið í átt að fasteignakaupum!74 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page