Hvernig er best að undirbúa myndatöku á fasteign?
Fyrstu skref - Tékklisti fyrir hvert rými - Loka skref
Þegar selja á eign er mikilvægt að myndirnar sem fylgja auglýsingunni séu góðar. Góðar myndir auka sýni- og möguleika eignarinnar á markaði. Mikilvægt er að velja vel og vandlega hvaða rými skal mynda og fara yfir þau áður en myndirnar eru teknar.
Fyrstu skrefin
Velja hvaða rými skal mynda.
Fjarlægja alla þá óþarfa hluti sem kunnu að vera í rýmunum.
Þrífðu glugga að innan sem utan.
Taktu niður persónulegar fjölskyldumyndir.
Passaðu upp á að allt sé snyrtilegt fyrir utan, sláðu grasið, klipptu trén og fjarlægðu garðverkfæri.
Fjarlægðu öll merki um dýrahald ef um slíkt ræðir.
Tékklisti fyrir hvert rými
Svefnherbergi

Settu ný rúmföt á rúmið, helst einlit.
Búðu fallega um rúmið.
Dragðu frá gluggatjöld.
Hafðu kveikt á lömpum.
Lokaðu öllum skápum.
Fjarlægðu allar flíkur af snögum eða úr stólum.
Fjarlægja skal mest af leikföngum úr barnaherbergjum en má skilja eftir þau sem þér þykja fallegust.
Eldhús

Fjarlægðu alla óþarfa og smá hluti af eldhúsbekknum. Það er í lagi að hafa fá en falleg eldhústæki en ef þú ert í vafa, er betra að setja til hliðar.
Fjarlægðu allt sem kann að vera á ískápshurðinni, þar má telja minnisblöð, myndir eða segla.
Fjarlægðu uppþvottabursta, þurrkgrindur, uppþvottaefni, viskustykki eða annað sem er óþarfi.
Fjarlægðu eldhúsrúllur.
Þurrkaðu vel af og notaðu efni sem gefa góðan glans.
Raðaðu stólunum við eldhúsborðið jafnt.
Baðherbergi

Þrífðu spegla vel og vandlega, best er að nota dagblöð og rúðu/glerúða.
Fjarlægðu öll handklæði, þar með taldar baðmottur.
Fjarlægðu allar hreinlætisvörur sem kunnu að vera sýnilegar til dæmis sjampó og hárnæringu, raksköfur, hárblásara og sléttujárn. Passa sérstaklega upp á þessi atriði í baði eða sturtu.
Settu nýja salernisrúllu.
Fjarlægðu salernisbursta.
Fjarlægðu ruslafötu.
Passaðu upp á að klósettsetan sé lokuð.
Lokaskrefin
Kauptu blóm og hafðu í vasa á eldhús og/eða borðstofuborði.
Kveiktu öll ljós.
Dragðu frá.