top of page
Search

10 Hlutir sem gott er að vita áður en þú kaupir fasteign til búsetu

Að kaupa fasteign til búsetu fyrir fjölskylduna er í flestum tilfellum stærsta fjárfesting sem ráðist er í á lífsleiðinni, það er auðvelt að misstíga sig og er því nauðsynlegt að fara vandlega yfir það, hvernig bera á sig við ferlið, frá upphafi til enda. Eins og máltækið segir: „Í upphafi skal endinn skoða“.


1. Vertu með á hreinu hvað þú ræður við

Hér er mælt með því að fara í bráðabirgða- greiðslumat og fá svör við spurningunni um hversu hátt lán þú getur tekið. Þetta getur verið mismunandi eftir stofnunum, aldri hússins og fl.

2. Myndaðu þér skoðun á því hverju þú leitar að

Þegar þú hefur fengið á hreint hvaða verð þú ræður við er komið að spurningum sem er mikilvægt að leita svara við áður en þú ferð að leita að íbúð. Hér getur verið gott að styðjast við þennan spurningalista:

  1. Hvað þarftu stóra íbúð?

  2. Hversu mörg þurfa svefnherbergin að vera?

  3. Hversu lengi hefur þú hugsað þér að búa í þessari íbúð?

  4. Gæti verið að fjölskyldan stækki á næstu árum?

  5. Þarftu aðgang að garði? En bílastæði?

  6. Hvaða hverfi eða bæjarfélög höfða til þín?

  7. Hvers kyns þjónusta er mikilvæg fyrir þig? Er slík þjónusta nálæg?

3. Fáðu á hreint hvað er sanngjarnt verð

Skoðaðu markaðinn vel og þreifaðu fyrir um samskonar íbúðir. Ef verðið er ekki í takt við samskonar íbúðir er líklegt að eitthvað kunni að varast.

4. Mundu að húsgöng og aðrir munir fylgja ekki eigninni

Þegar verið er að skoða myndir af fallegum heimilum er oft erfitt að aðskilja hvað muni fylgja með eigninni og hvað muni ekki gera það. Reyndu að skoða frekari ástand íbúðarinnar, herbergjafjölda, gólfefni og innréttingar, frekar en stóla, ljós eða hillustæður.

5. Skoðaðu í eigin persónu

Myndir geta blekkt, í báðar áttir. Ástand íbúðarinnar kann að vera miklu betra eða miklu verra en myndirnar gefa til kynna og því er mikilvægt að skoða sjálfur. Að senda annan einstakling, jafnvel þó hann/hún þekki þig vel gefur aldrei alveg sömu mynd.

6. Vertu tilbúin/nn með spurningar fyrir opið hús fyrir fram

Skrifaðu niður og kynntu þér hvað er gott að spyrjast fyrir um áður en þú mætir á opið hús. Notaðu þær svo eins og nokkurs konar tékklista, þetta mun einfalda allt og hjálpar til við að engu sé gleymt.

7. Fáðu álit fagaðila um ástand eignar

Finnst þér eins og raki sé til staðar? Ertu ekki viss um hvort hægt sé að breyta því sem þú sérð fyrir þér? Eru ekki til upplýsingar um ástand lagna eða rafmagns? Fáðu fagmann í verkið, það kann að kosta aukalega en getur komið sér vel.

8. Sannreyndu upplýsingar sem gefnar eru um íbúðina

Oft staðhæfir seljandi eða kemur með loðin svör um ástand ákveðinna þátta íbúðarinnar og þá er mikilvægt að sannreyna. Ef þú manst ekki alveg hvað fasteignasalinn sagði um frárennsli/dren, gluggaskipti, lagnir eða annað, hringdu og fáðu á hreint. Fáðu jafnvel fagmann með í verkið.

9. Ráðfærðu þig við fasteignasala um viðeigandi tilboð

Að undirbjóða íbúð getur orðið til þess að þú missir af henni en að bjóða of hátt getur orðið til þess að þú borgir meira en þú þarft. Ráðfærðu þig við fasteignasala um hvaða verð sé skynsamlegt að nota við gerð tilboðsins.

10. Hreinlæti íbúðar á að vera afbragðsgott við afhendingu.

Ef íbúð er skilað í annarskonar ástandi átt þú rétt á að ráða hreinlætisþjónustu og rukka seljandann um kostnaðinn.

70 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page