Ég gef þér verðmat þér að kostnaðarlausu. Það er oft gott að byrja á verðmati sem gerir það að verkum að þú færð hugmynd á því hvað þú getur keypt dýra eign.


ALGENGAR SPURNINGAR
ÉG ÆTLA AÐ SELJA, HVERNIG BER ÉG MIG AÐ?
Ég byrja á að skoða fasteignina, eftir það er skrifað undir söluumboð og eignin sett í skjalavinnslu sem safnar öllum nauðsynlegum gögnum. Við bókum svo fasteignasljósmyndara og deginum eftir að ljósmyndarinn tekur myndir fer eignin á netið.
HVENÆR ERU OPIN HÚS?
Opna húsið er um leið og fasteignamyndirnar eru komnar og eignin skráð á fasteignavefi vísis, mbl og fasteignir.is. Opið hús er yfirleitt á milli 17 og 18 og stendur í u.þ.b klukkustund. Mikilvægt er að undirbúa eignina fyrir ljósmyndun og hægt er að finna það hér á heimasíðu minni hvernig best er að undirbúa fasteign fyrir ljósmyndun.
HVAÐ SVO EFTIR OPIÐ HÚS?
Yfirleitt ef eignin er rétt verðlögð að þá eiga tilboð að koma fljótlega eftir opið hús. Þá koma tilboð og er yfirleitt gidlistími sólahringur á tilboðum. Það gætu komið fleiri en eitt tilboð en þá er það bara að ákveða að hafna, samþykkja eða gera gagntilboð.
HVAÐ GERIST EFTIR AÐ TILBOÐI ER SAMÞYKKT?
Þegar tilboð hefur verið samþykkt þá í flestum tilfellum fylgja fyrirvarar um fjármögnun kaupanda, þegar kaupandi er kominn með lánsloforð þá er hægt að bóka kaupsamning og þá mæta bæði kaupendur og seljendur og greiða samkvæmt samningi. Þetta ferli getur tekið allt að mánuð eftir því hversu fljótt fjármálastofnunin er að vinna lánaskjöl.